Fékk sýru yfir sig – Lögreglan telur að hún hafi valdið sér skaða sjálf

Naomi Oni, tvítug stúlka er skaðbrennd í andliti og á handleggjum eftir að sýru var hellt yfir hana. Ekki er vitað um nokkra ástæðu fyrir árásinni. Lögreglan telur sig hafa ýmsar ástæður til að gruna að Namomi hafi sjálf gert sér þetta. Verið er að rannsaka málið eins og hægt er og hefur tölva hennar m.a. verið athuguð. Þar fann lögreglan að Naomi hafði verið að leita sér upplýsinga um sýrubruna. Einnig hafði hún haft upp á fréttum af  Katie Piper, fyrirsætu sem var skaðbrennd í sýruárás árið 2008.
burns victims' champion Katie Piper

Módelið sem varð fyrir sýruárás

Sjálf segir Naomi sem vann við afgreiðslu í tískuversluninni Victoria’s Secret að einhver grímuklædd kona hafi hellt yfir sig vökva þar sem hún var að ganga heim til sín.

Naomi Oni is comforted by This Morning host Philip Schofield

Naomi hefur þurft að vera margar vikur á sjúkrahúsi meðan sár hennar eru að gróa. Svo taka við ótal lýtaðgerðir þar sem það verður lagað sem hægt er að laga.

Fjölskylda Naomi er mjög ósátt við grunsemdir lögreglunnar í garð Naomi og segir þær út í hött. Hvernig dettur þeim í hug að nokkur geri sjálfum sér þetta?

En lögreglan heldur áfram að rannsaka málið.

Naomi spent a month in hospital after severe acid burns

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here