Fingrafara smákökur með sultu

Við fjölskyldan erum búin að vera að reyna að finna nýjar og óhefðbundnari uppskriftir og fundum þessa frábæru jólasmáköku uppskrift. Þið verðið að prófa hana.

Uppskift:

  • 210 gr. – Hveiti
  • 1/2 tsk. – Lyftiduft
  • 1/2 tsk. – Gróft salt
  • 170 gr. – mjúkt smjör
  • 100 gr. – Sykur
  • 1 stk – Stórt egg
  • 1,5 tsk. – Vanillu dropar
  • Sulta. (ráðið hvaða sultu en ég notaði “Four Fruits” frá St Dalfour.

Aðferð:

Setjið hveitið, saltið og lyftiduftið í stóra skál og blandið vel saman. Setjið svo mjúkt smjörið og sykurin í hrærivélaskál og hrærið vel eða þar til að kremið verði ljóst og “fluffy”. Bætið þá egginu og vanilludropunum í og hrærið í c.a. 1 min. Þá er er þurrefnið sett í tveimur skömmtum og því hrært vel saman við smjörblönduna.

Því næst er gott að setja smjörpappír á plötu og búið til kúlur úr deginu og raðið á smjörpappírinn. Svo ýtið þið með þumlinum á kúlun þannig að það komi góð dæld í degið sem þið svo setjið sultuna í. Þið getið notað hvaða sultu sem þið viljið og allt í lagi að nota nokkrar týpur. Bakið á 175°C hita í c.a. 13-14 mín.

SHARE