Fléttubrauð með tvist

Það er svo ótrúlega gaman að baka brauð og bjóða fjölskyldunni uppá nýýýýbakað á sunnudagsmorgni. Ragnheiður hjá Matarlyst var að skella þessari inn.

Penslað með þeyttu kryddostasmjöri, brauðið er síðan borið fram með því ef vill.

Þetta brauð baka ég oft og iðulega, það heppnast alltaf fullkomnlega, er einfalt og virkilega gott.
Úr uppskriftinni fáið þið 3 væn fléttubrauð.

Hráefni

625 ml volgt vatn
1 pk þurrger
2 msk sykur
2 tsk salt
1 kg brauðhveiti þetta bláa frá kornax

1 egg til að pensla með í lokin

Aðferð

Vatn, ger, sykur og salt er sett saman í hrærivélaskál, látið standa um stund, pískið aðeins saman.
Hveiti er bætt út í gerblönduna. Vinnið saman á lágum hraða í 5 mín. Látið lyfta sér undir klút í 30 mín.
Skiptið deiginu í þrjá hluta og svo hverjum og einum aftur í þrennt.
Rúllið út í lengjur, festið þrjár lengjur saman á öðrum endanum brjótið endann niður, fléttið saman, og lokið endanum á sama hátt aðeins að velta endanum aftur og undir.

Látið lyfta sér aftur í 20 mín.
Pískið saman 1 egg, penslið deigið, Penslið síða kryddostasmjörinu yfir.

Þeytt kryddostasmjör

150 g smjör við stofuhita
½ krukka fetaostur ásamt olíu
2 solo hvítlaukar
1 ½ tsk heitt pizzakrydd frá pottagöldrum
1 tsk pizzakrydd frá prima
½ rsk salt

Þeytið vel saman með pískara. Penslið brauðið ég pensla kannski 1-2 brauð en set bara egg á það þriðja. Berið restina fram með brauðinu.

Hitið ofninn í 190 gráður og blástur, bakið í 25 mínútur.

Ég frysti restina af brauðinu, sker það í tvennt og set í poka, tek svo út þegar tilefni er til.

SHARE