“Fluffy” kanilsmákökur

Prófuðum þessa um helgina og hún er æði. Svo dúnmjúkar að innan!

Uppskrift:

  • 126 gr. – mjúkt smjör
  • 360 gr. – Hveiti
  • 1 tsk. – salt
  • 1/2 tsk – Matarsóda
  • 105 gr. – Ljós púðursykur
  • 250 gr. – sykur
  • 4 tsk – hvítvínsedik
  • 2 stk – egg
  • 1 tsk – vanilludropar
  • 2 tsk – Kanil

Aðferð:

Þið byrjið á að bræða smjörið í potti á meðalhita. Þegar smjörið er bráðnað hrærið vel í því eða þar til að smjörið er farið að freyða og það orðið dökkt og gyllt á litinn c.a. 4-5 min. Hellið þá smjörin í hitaþolna skál í gegnum sigti.

Blandið hveitinu, saltin og matarsótanum saman í aðra skál.

Setjið svo ljósapúðursykurinn í smjörið og hrærið vel í á meðan. Svo hrærið þið 200 gr. af sykrinum í smjörplönduna og látið blandast vel. Setjið næst eggin ofan í og hrærið þar til blandan er orðin ljós og mjúk og þá setjið þið hvítvínsedikið og vanilludropana ofan í hrærið.

Því næsti blandið þið þurrefnin ofan í og gott er að nota góðasleikju eða sleif til að blanda því öllu saman. Eða jafnvel að hnoða það. Því næst skellið þið plast filmu yfir skálina og setjið í ísskáp í klukkutíma.

Blandið saman restinni af sykrinum og kanilnum í skál þannig að til verður kanilsykur. Setjið ofninn á 175 °C . Takið svo degið útúr ísskápnum og búið til hæfilega stórar kúlur. Þið veltið svo kúlunum uppú kanilsykrinum og setjið á bökunarplötu með smjörpappír. Bakið kökurnar í c.a. 13-14 min og leyfið þeim síðan að kólna áður en þær eru bornar fram.

SHARE