Foreldrar 8 mánaða gamals drengs dæmdir fyrir morð – Bænir áttu að lækna hann

Foreldrar 8 mánaða gamals drengs sem dó nýlega hafa verið dæmd fyrir morð. Þau vildu ekki leita læknis fyrir drenginn, trú þeirra og bænir átti að lækna hann. 

Drengurinn, Brandon Schaible dó 18. apríl í Rhawnhurst, Philadelphiu, úr lungnabólgu, ofþurrki  og ígerð. Foreldrar hans neituðu að fara með barnið til læknis.

Þessi hjón höfðu ekkert lært því að þau höfðu verið dæmd árið 2010 fyrir að drepa tveggja ára son sinn af sömu ástæðum. Það var talið óviljaverk og voru hjónin því á skilorði.

Schaibles hjónin eru í  First Century Gospel Church, heitttrúarsöfnuði sem telur að trúin og bænir lækni sjúkdóma mun betur en vísindi og lyf geta gert.

Hjónin voru búin að vera fjögur ár af tíu á skilorði sem þau fengu fyrir að láta tveggja ára son sinn deyja og var ákvæði í skilorðinu um, að þau ættu að fara reglulega með hin börnin sín sjö til læknis.  Þau hafa verið dæmd fyrir morð að öllum líkindum bíður þeirra löng fangelsisvist fyrir að brjóta skilorð og  valda dauða barnsins.

 

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here