Kylie Jenner er óhrædd við að birta myndir af sér fáklæddri á samfélagsmiðlum og hefur meira að segja verið ansi dugleg við það upp á síðkastið. Í gær skellti hún einni bossamynd inn á Instagram og voru fylgjendur hennar ekki parhrifnir af því sem fyrir augu bar, ef marka má athugasemdir þeirra við myndina. En Jenner er sökuð um að hafa ,,fótósjoppað” á sér rassinn.
Sjá einnig: Hvað kom fyrir lærið á Kylie Jenner?
Vilja fylgjendur Jenner meina að rassinn á henni sé alltof sléttur og að það sé einhver undarleg móða yfir honum, sem verður til þess að rasskinnar hennar nánast renna saman í eitt. Jú, ekki er öll vitleysan eins.
Hvað heldur þú?