Franska búðin lifir enn – Marín Manda bloggar

Du pareil au même eða franska verslunin eins og ég þekkti hana var starfrækt á Íslandi um áraraðir og seldi vönduð barnaföt frá París. Ég er ekki frá því að ég sakni hennar. 
Á ferð minni um borgina rómantísku var ég ekki lengi að  þræða búðina hátt og lágt og koma út með fullar hendur af pokum og stórt bros út á kinnar.

Það er þó ekki nauðsynlegt að ferðast til að nálgast allar fallegu haustvörurnar þeirra því Du pareil au même heldur úti flottri vefverslun með vörum á viðráðanlegum verðum og þeir senda til Íslands. Haustlitirnir gráir, svartir, brúnir, vínrauðir og gulir eru allsráðandi í nýju línunni og eru stærðirnar frá 0-14 ára.

Kíkið á úrvalið hér  www.dpam.com

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here