Þið sáuð eflaust í fjölmiðlum að harðir jarðskjálftar skóku hluta Ítalíu í ágúst og október á þessu ári. 250 manns létu lífi og nokkrir bæir, sérstaklega Accumoli, Amatrice, Pescara del Tronto og Arquata del Tronto, voru í rúst eftir hamfarirnar.
Það er erfitt að ímynda sér að lenda í svona og missa heimili sín og eigur og jafnvel vini og nágranna við svona aðstæður. Hér eru myndir sem sýna vel eyðilegginguna sem orðið hefur vegna þessa skjálfta.
Gata í Amarice
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.