Hamborgarhryggur – Jólamáltíðin

Maðurinn minn sér alltaf um að elda jólamatinn á okkar heimili. Þó svo að hann sé frábær kokkur á hann það til að gleyma því hvernig á að elda hamborgarhrygginn þar sem hann gerir nú þetta bara einu sinni á ári. Því hefur skapast sú hefð að hann hringi í móðir sína til þess að skerpa uppá minnið.

Hér er einföld og klassísk uppskrift hvernig á að elda hrygginn góða fyrir Aðfangadag.

Hamborgarhryggur:

Aðferð:

Setjið hrygginn í pott með köldu vatni, látið suðuna koma upp og sjóðið rólega í 60 mín. eða þar til kjarnhitinn er orðinn um 62 gráður. Slökkvið undir pottinum og látið bíða í 30 mín. Skellið hryggnum í ofnskúffu með c.a. 1 líter af vatni. Hitið ofninn uppí 150 gráður og eldið hrygginn í c.a. 30-45 min eða þegar kjarnhitinn er orðinn 70 gráðir. Berið gljáann á hann ásamt ananashringjunum síðastu 10-15 min.

ATH: Ef soðið klárast bætið við soðnu vatni í skúffuna. Sigtið soðið og geymið fyrir sósu.

Gljái: 

150 g púðursykur

2 msk. Dijon- sinnep

ananassafi úr dósinni með hringjunum

Öllu hrært saman og smakkaði ykkur áfram . Gott er að hjúpa hrygginn með gljáanum og elda síðustu 10-15 mín. eða þar til gljáinn er farinn að brúnast.

Látið hrygginn standa í u.þ.b. 15 mín. áður en hann er skorinn.

SHARE