Hann þekkti ekki sitt eigið lag í byrjun

Þessi unga kona kemur á svið í Úkraínska Voice, með lag með einum af dómurunum. Þetta lag þekkja örugglega flestir sem voru „upp á sitt besta“ um aldamótin. Það heitir Dragostea Din Tei, en við Íslendingar þekkjum lagið kannski meira sem „núma núma jei“ lagið.

Þetta lag var spilað á fjölda skemmtistaða hér á landi þegar það var gefið út um árið 2003.

Kateryna Biehu kemur með þetta lag í ALLT annarri útgáfu en við erum vön að heyra það. Meira að segja einn af dómurunum, sem söng þetta lag í byrjun, þekkti ekki lagið. Hún byrjar að syngja um 2:26 og gerir það svakalega vel. Dómarinn tekur svo lagið með henni, sem er mjög flott líka en það byrjar á 6:09. 

Hér er svo upprunalega lagið:

SHARE