Hayden Panetiere glímir við alvarlegt fæðingarþunglyndi

Það getur stundum verið erfitt að vera mamma, sér í lagi ef þú þjáist af þunglyndi. Leikkonan Hayden Panetiere hefur aldrei verið feimin við að tala um sína baráttu við fæðingarþunglyndi. Þunglyndi hennar hefur orðið það slæmt að hún hefur farið í meðferð vegna þess. Hún eignaðist dóttur sem var nefnd Kaya í desember 2014 og hefur átt frekar erfitt síðan.

Fjölmiðlafulltrúi Hayden sagði frá því nýverið að hún hafi leitað sé aðstoðar vegna þunglyndisins og sé nú að fá meðferð til að hjálpa sé. Einnig voru fjölmiðlar beðnir um að virða einkalíf hennar á þessum tímum.

Sjá einnig: Fæðingarþunglyndi og fæðingarsturlun – Einkenni og úrræði

Hayden sagði frá því í þættinum Live! With Kelly and Michael í september að fæðingarþunglyndi þurfi ekki endilega að þýða að þú hafir neikvæðar tilfinningar gagnvart barninu þínu eða þig langi til að skaða barnið. „Ég hef aldrei nokkurntímann upplifað það en sumar konur upplifa þetta. Þú skilur ekki hversu margþætt þetta er fyrr en þú upplifir fæðingarþunglyndi. Það þarf að tala um þetta. Konur þurfa að vita að þær eru ekki einar og þetta mun lagast,“ sagði Hayden.

 

 

 

SHARE