Hefur enga trú á Lamar

Khloe Kardasian hefur alveg gefið Lamar Odom upp á bátinn núna. Samkvæmt heimildarmanni RadarOnline hefur Khloe enga trú að hann hafi nokkuð breyst til hins betra eftir að hann tók of stóran skammt í október. Hún segir hann hafa verið í sambandi við „dílerana“ sína og hafi ekki hætt neyslu.

 

Lamar var útskrifaður í seinustu viku og er nú í sjúkraþjálfun rétt hjá heimili Kardashian fjölskyldunnar. „Lamar hefur verið að senda textaskilaboð og hringja í þá sem hann var í neyslu með í Las Vegas,“ segir þessi heimildarmaður og bætir við að Khloe hafi áhyggjur af því að Lamar sé ekki nóg sterkur til að standast freistinguna og halda sig frá fíkniefnum.

 

 

Sjá einnig:Khloe og James eyddu áramótunum saman

Lamar heldur að hann geti fengið Khloe aftur en það mun væntanlega ekki gerast þar sem hann er ekki að standa sig eins og hún hefði viljað.

„Khloe er ekki að fara að taka við Lamar aftur. Hún hefur haldið áfram með sitt líf og lítur ekki um öxl aftur,“ segir heimildarmaðurinn að lokum.

 

 

SHARE