Tungumálaleikurinn ( The Great language game) hér gengur út á að hlusta á hljóðdæmi og giska á hvaða mál er talað.

Það eru alls 78 tungumál í boði og íslenskan er að sjálfsögðu með. Leikurinn er auðveldur þegar valið stendur á milli tveggja tungumála en vandast verulega þegar valið stendur á milli átta. Í lok leiks eru tungumálin sem maður flaskaði á nefnd og staðreyndir um hvert tungumál fyrir sig. 50 stig eru í boði fyrir rétt svar og leikurinn er búinn eftir 3 misheppnaðar tilraunir.

Ég komst í 800 stig í fyrstu tilraun og flaskaði á að þekkja armensku, makedónsku og maltnesku, allt tungumál sem ég tala reiprennandi eða þannig. Hvernig gengur þér?

stock-photo-love-concept-word-in-many-languages-of-the-world-93796108

SHARE