Hinsegin dagar – Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá

Fréttatilkynning frá aðstandendum Hinsegin daga sem haldnir verða 6. – 11. ágúst

Á hverju sumri höldum við Hinsegin daga í Reykjavík og tileinkum hátíðina hinsegin fólki á Íslandi, baráttu þess, frumkvæði og gleði. Rekja má sögu Hinsegin daga aftur til ársins 1993 en frá árinu 1999 hafa Hinsegin dagar verið árlegur viðburður í Reykjavík.Hinsegin dagar hafa vaxið úr því að vera eins dags samkoma 1500 þátttakenda upp í það að verða sex daga mannréttinda- og menningarhátíð sem allt að 90.000 gestir hafa sótt þegar best lætur.

Í ár hefst hátíðin þriðjudaginn 6. ágúst og lýkur á sunnudeginum 11. ágúst. Dagskráin er fjölbreytt og er ætlað að heiðra mannréttindi, menningu og margbreytileika, hér heima og erlendis. Hápunktur hátíðarinnar er að sjálfsögðu gleðigangan sem ganga mun frá Vatnsmýrarvegi að Lækjartorgi laugardaginn 10. ágúst en að henni lokinni munu Hinsegin dagar í Reykjavík bjóða landsmönnum öllum til útihátíðar við Arnarhól líkt og undanfarin ár.

Allar helstu upplýsingar um Hinsegin daga má finna á: www.reykjavikpride.com. Dagskrárrit Hinsegin daga 2013 er komið í dreifingu en rafræna útgáfu ritsins má finna á: http://www.reykjavikpride.com/#!dagskrrrit/csiy

Dagskrá Hinsegin daga 2013

Þriðjudagur 6. ágúst

Klukkan 19:30, Ingólfstorg
Söguganga um hinsegin slóðir

Klukkan 21:00, Bíó Paradís
Bróðir og utangarðsmaður – Ævi Bayard Rustin

Miðvikudagur 7. ágúst

Klukkan 17:00, Norræna húsið
Hinsegin Grænland. Ljósmyndasýning

Klukkan 18:00, Norræna húsið
Þerraðu aldrei tár án hanska
Viðar Eggertsson les úr bók Jonasas Gardell

Klukkan 20:00, Gamla bíó, Ingólfsstræti
Þjóðsaga, tónverk eftir Hafstein Þórólfsson og Hannes Pál Pálsson

Fimmtudagur 8. ágúst

Klukkan 14:00, Ráðhús Reykjavíkur
Hinsegin bókmenntir. Pallborðsumræður hinsegin höfunda

Klukkan 16:00, Þjóðminjasafn Íslands
Örmyndir úr sögu hinsegin fólks á Íslandi

Klukkan 21:00, Harpa – Silfurberg
Opnunarhátíð. Ástin í aðalhlutverki í litríku sjónarspili – í tónlist, sjónlist, leiklist
Pride-partí eftir opnunarhátíðina

Föstudagur 9. ágúst

Klukkan 17:00, Ráðhús Reykjavíkur
Stefnumót við hinsegin höfunda. Upplestur og samræður

Klukkan 18:30, Gamla bíó, Ingólfsstræti
Tónleikar – Pink Singers og Hinsegin kórinn

Klukkan 21:30, Ægisgarður
Hinsegin sigling um Sundin blá

23:00, KIKI, Laugavegur 22
Landleguball

Laugardagur 10. ágúst

Klukkan 14:00, BSÍ
Gleðiganga
Safnast saman á Vatnsmýrarvegi klukkan 12. Gangan leggur af stað stundvíslega klukkan
tvö eftir Sóleyjargötu, Fríkirkjuvegi og Lækjargötu að Arnarhóli.

Klukkan 16:00, Arnarhóll
Hinsegin hátíð
Tónleikar og stuð með fjölmörgum af okkar vinsælustu skemmtikröftum

Klukkan 20:00, Samtökin ́78, Laugavegi 3
Ungmennapartí
Ball fyrir ungt hinsegin fólk undir tvítugu.

Klukkan 23:00, Rúbín í Öskjuhlíð
Hinsegin hátíðardansleikur
Landslið hinsegin plötusnúða og skemmtiatriði.

Sunnudagur 11. ágúst

Klukkan 11:00, Guðríðarkirkja
Guðsþjónusta.Athöfninni er útvarpað á Rás 1 ríkisútvarpsins

Klukkan 13:00, Tjarnargata 20
Hinsegin AA-fundur

Klukkan 14:30, Viðey
Regnbogahátíð fjölskyldunnar.Bátsferðir á klukkutíma fresti frá 11:15.

Klukkan 20:00, Dómkirkjan
Regnbogaguðsþjónusta í umsjá hópsins Hinsegin í Kristi.

SHARE