HIV jákvæður karlmaður (33) deilir MAGNAÐRI fjölskyldumynd á Facebook

Fjölskyldumynd sem sýnir hjón á þrítugsaldri og þrjú börn þeirra hefur farið stórum á netinu undanfarna daga, en Andrew Pulsipher, sem er 33 ára gamall Bandaríkjamaður sem fæddist HIV jákvæður deildi myndinni af eiginkonu sinni og þremur börnum við hlið sjálfs síns, en hvorki eiginkona hans né þrjú börn eru HIV jákvæð.

edit-14683-1431715096-33

Ljósmyndin fór fljótlega á flug á Facebook og hafa mörg þúsund notendur samskiptamiðilsins deilt henni sín á milli  þegar þetta er ritað. Sjálfur fæddist Andrew með HIV veiruna í blóðinu þar sem foreldrar hans voru báðir HIV smitaðir en bæði faðir og móðir Andrew létust meðan hann var einungis barn að aldri sökum AIDS.

enhanced-24797-1431722661-31

Ættingar Andrew tóku hann í fóstur við lát foreldra hans og segist hann hafa hlotið afar hefðbundna og indæla barnæsku, þar sem ættingjar hans héldu upplýsingum um HIV smitið í algeru lágmarki og vissu sárafáir utan fjölskyldu drengsins að hann væri HIV smitaður. Það var svo ekki fyrr en Andrew komst á unglingsaldur að hann gerði sér grein fyrir því hvers kyns var og að hann þráði jafnframt að eignast fjölskyldu sjálfur.

edit-10041-1431714776-14

Sjá einnig: Vivagel smokkur sem hamlar HIV, Herpes og HPV smiti á leið á markað

Leiðir þeirra Andrew og Victoriu lágu saman þegar bæði voru um tvítugt en þau höfðu átt nokkur stefnumót þegar Andrew loks lagði spilin á borðið og sagði Victoriu hvers kyns var. Hann hefði fæðst HIV smitaður þar sem foreldrar hans hefðu bæði gengið með veiruna. Victoria kippti sér lítið upp við þær upplýsingar.

Ég hélt í alvöru að ég myndi smitast líka, en einhvern veginn skipti það ekki meginmáli. Ég elskaði Andrew og ég vildi ganga lífsins veg með þessum manni.

– Victoria, eiginkona Andrew

edit-6666-1431722302-12

Parið hefur nú verið gift í nær tíu ár en þau eiga þrjú börn saman sem þau eignuðust með aðstoð tæknifrjóvgunar, en að sögn Andrew er veirumagnið í líkama hans svo lítið að HIV veiran mælist ekki.

Nei, það merkir ekki að ég sé eitthvað ofurmenni. Þetta merkir bara að veirumagnið er svo lágt að það er ógreinanlegt með núverandi mæliaðferðum, en þar með er ekki sagt að veiran leynist ekki í líkamanum. En það merkir aftur á móti að lyfin sem ég þarf að taka daglega eru að gera sitt gagn! Þau virka! Lyfin virka!

Andrew hefur hlotið mikið lof fyrir hugrekki sitt og einlægni, en fjölmargir hafa stigið fram og sagt að með því einu að segja sögu sína hafi Andrew orðið fjölmörgum innblástur og hvatning. Það var svo aftur tilgangur Andrew, sem vildi ráðast gegn fordómum og fáfræði sem HIV jákvæðir einstaklingar þurfa að glíma við. Einnig langaði Andrew með þessu móti að uppfræða almenning um þá staðreynd að HIV smitaðir geta lifað ágætu lífi þrátt fyrir að gang með veiruna í blóðinu.

enhanced-28770-1431714069-7

Sjálfur segir Andrew á Facebook:

Ég deili þessu með ykkur öllum því í fyrsta sinn á ævi minni get ég verið fyllilega hreinskilinn gagnvart sjálfum mér og öðrum. Það hefur tekið mig óralangan tíma að sættast á staðreyndir (næstum 34 ár!). Ég veit að neikvæð hula hvílir yfir HIV smiti en það þarf ekki að vra svo og ég vil leggja mitt af mörkum til að vinna gegn fordómum og fáfræði. Það er alveg hægt að meðhöndla HIV smit og eðlilegt líf samfara HIV smiti er mögulegt. Ég er gangandi sönnun þess.

Mig langar að uppfræða almenning svo við getum yfirstigið HVERNIG þú smitaðist af HIV og HVERSU lengi geturðu lifað með HIV smit? Veröldin er yfirfull af kraftaverkum og ég er þeirrar trúar að líf mitt sé einmitt eitt af þeim kraftaverkum sem um er rætt. Ég er ekki sá eini og við höfum öll eitthvað til málana að leggja. Ef þú finnur löngun hjá þér til að deila sögu minni, þá gjörðu svo vel. Deildu sögu minni. Láttu hana ganga áfram. Ég þrái ekkert frekar en að taka þátt í þeirri umbreytingu sem þarf að eiga sér stað á því hvernig við ræðum um HIV smitaða einstaklinga.

SHARE