Hugrakkur ungur maður sýnir afleiðingar yfirþyngdar

Mann vöknar um augun við að heyra sögu þessa unga manns sem glímdi lengi við mikla yfirþyngd. Fitness kappinn John David Glaude ákvað að stíga fram og opinbera að hans mati stærsta veikleika sinn; líkamshúðina sína.

John David hefur lést um samtals 70 kíló og er í dag orðinn vöðvastæltur náungi rétt yfir kjörþyngd. Húðin ber hinsvegar merki um að hafa eitt sinn hýst mun stærri líkama. Langvarandi álag á húðina hafði þau áhrif að hún slitnaði og dróst síður saman eftir því sem hann léttist. 

Þessi fjallmyndarlegi ungi maður segist í dag vera kominn með nógu mikið sjálfstraust til að þora að birta myndbandið, enda segir hann sjálfstraustið ekki lengur byggjast eingöngu á útlitinu. Hann segist vilja hvetja fólk til að láta ekkert stoppa sig í að ná markmiðum sínum. Laus húð sé ekkert að skammast sín fyrir og að hægt sé að lifa sáttur í eigin skinni.

Hér deilir John David nokkrum ráðum hvernig hann umgengst líkama sinn í dag. Þvílík hvatning!

SHARE