Hún.is styður bleiku slaufuna

Á morgun er bleiki dagurinn, dagur bleiku slaufunnar. Flestir ef ekki allir Íslendingar vita um hvað bleika slaufan snýst. Hér er verið að safna fé sem notað er í baráttunni við brjóstakrabbamein, þennan skelfilega skaðvald. Líklega höfum við flest haft náin kynni af því, höfum annað hvort háð eigin baráttu eða barist með ástvinum okkar. Krabbinn fer ekki í manngreinarálit, hann ræðst á hvern sem er, þjóðfélagsstaða og stétt skiptir þar engu máli. Og með starfi eins og er að baki bleiku slaufunnar sannast á hrífandi hátt að …….sameinaðir stöndum vér………..

Hún.is hvetur alla lesendur sína til að leggja baráttunni lið, taka þátt og kaupa bleiku slaufuna. Klæðumst öll einhverju bleiku á morgun, föstudag.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here