Heilsutorg er síða sem fjallar um allt milli himins og jarðar tengt heilsunni. Þessi grein er frá þeim og er birt með góðfúslegu leyfi þeirra.

Veist þú hvað paraben er og afhverju það er talið skaðlegt? 

Hvað eru Paraben?
Paraben eru efni sem notuð eru mikið í snyrtivörum og einnig í matvælum sem rotvarnarefni og finnast því í mjög mörgum vörum. Þar má nefna sjampó, rakakrem, raksápur, sleipiefni og tannkrem. Mjög margar af þeim vörum sem við notum dags daglega innihalda paraben. Paraben efnin eru auðveld og ódýr í framleiðslu og því mikið notuð.

Sjá einnig: Svefnráð fyrir ADHD

Af hverju er Paraben slæmt?
Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á parabenum og benda sumar til þess að paraben séu skaðleg en aðrar hafa ekki sýnt fram á nein áhrif. Það eru því skiptar meiningar um skaðsemi parabena en við leggjum það í hendur lesenda að meta fyrir sig hvort þeir vilja forðast paraben. Paraben geta komið í stað hormónsins estrógen í líkamanum og geta því haft margvísleg hormónaáhrif

Paraben hafa fundist í brjóstakrabbameini og vitað er að estrógen hefur áhrif á þróun brjóstakrabbameins. Einnig eru paraben talin geta átt sinn þátt í því að ungar stúlkur byrji sífellt fyrr á kynþroskaskeiðinu. Japönsk rannsókn frá árinu 2002 (e. dr. S Oishi) sýndi fram á að nýfædd karlkyns spendýr sem komust í snertingu við efnið butylparaben urðu fyrir truflunum á losun hormónsins testosteron og höfðu þar af leiðandi talsverðan áhrif á æxlunarfæri þeirra.

Sjá einnig: 7 lífsnauðsynlegar matartegundir ef þú ert 50+

Þau paraben efni sem algengust eru í vörum eru probyl-, methyl-, buthyl- og ethylparaben en í raun eru það öll efni sem hafa heiti sem endar á paraben. Vegna þess hve margir sniðganga vörur með parabenum eru sumir framleiðendur farnir að merkja vörur “paraben free” sem ekki innihalda paraben.

Heimildir:
Brjostakrabbamein.is
TheGoodHuman.com

Heimild: nlfi.is 

SHARE