Já við lifum á skrýtnum tímum. Ef einhver hefði sagt mér að ég myndi klár heila seríu af raunveruleika/ástar/drama þáttum, á þremur dögum hefði ég sagt hinum sama að hann væri geðveikur. Ég gerði það samt og horfði á „Too Hot to Handle“ og gat raunverulega ekki ráðið við mig. „Einn þátt enn…“. Í stuttu máli fjalla þessir þættir um ungt og brjálæðislega aðlaðandi og sexý fólk (þeirra orð, ekki mín enda er smekkur manna misjafn sem betur fer), sem er saman á sólríkum stað og það er ein regla eða tvær eiginlega, sem þau verða að fylgja. Þau mega ekki stunda kynlíf af nokkru tagi með hvort öðru og ekki með sjálfu sér. Engir kossar, ekki neitt. Ég veit, af hverju hefur enginn fengið svona stórkostlega hugmynd fyrr? (kaldhæðni)

Sjá einnig: 25 hlutir sem við höfum ekki gert rétt hingað til

Ég þekki sjálfa mig ekki lengur (sagt með dramatískum tón). En það var nokkuð sem truflaði mig í þessum þáttum. T.d. framhaldið. Voru engir eftirmálar og endust pörin saman? Og sváfu þau ÖLL í sama herberginu? Var ekki alveg viss. Og í hvaða landi voru þau?

En já það voru fleiri að hugsa svipað en hérna er eitt myndband sem fer yfir þetta að hluta

SHARE