Hvaða lit er best að klæðast á fyrsta stefnumóti?

Vísindin segja að litaval á fyrsta stefnumóti skipti máli. Þrátt fyrir að liturinn ákvarði ekki hvernig stefnumótið fer, þá er alveg möguleiki að litaval þitt skipti einhverju máli.

Sjá einnig: Stelpur prófa stefnumótaráð Cosmo með hræðilegum árangri

Breskt fatafyrirtæki gerði könnun á 1000 manns og bað þau um að dæma fólk út frá litavali þeirra og niðurstöðurnar komu heldur betur á óvart.

little_black_dresses-51148a46a38d1

Sjá einnig: Eftirminnilegustu lúkkin úr Sex and the City

Svartur var valinn yfir alla aðra liti fyrir það að ýta undir sjálfstraust og stöðugleika. 56% af svarendum, þar af 4% kvenna og 56% karla sögðu svartan sýna gæði. Litli svarti kjóllinn er og verður alltaf klassískur.

6893640-red-dress-wallpaper-hd

Hvað varðar sjálfstraust, þá var rauður valinn í annað sætið. 54% af konum völdu rauðan ef þær vildu virka sjálfstraustar og 56% karla sögðu að þeir nytu þess að horfa á konu klædda í rautt. Hins vegar var rauður líka tengdur við það að vera of sjálfsörugg eða hrokafull. Allavega er rauður litur sá litur sem lætur þig vera miðpunktur athyglinnar.

how-to-wear-red-this-valentines-day-red-dress-600x400

Þeir litir sem sýnir minnsta sjálfstraustið, samkvæmt könnun þessari, eru brúnn og appelsínugulur, svo ef þú átt appelsínugult pils, skalt þú hugsa um að geyma það fram að stefnumóti númer 5.

5326445-pink

Það kemur ykkur kannski á óvart, en sá litur sem skoraði fæstu stigin var bleikur. Aðeins 5% þeirra sem tóku þátt, sögðu að bleikur væri merki um gáfur, sem er alls ekki gott, því bleikur er bara stelpulegur litur. Sem betur fer er farið að bera á því að leikföng og fatalitir eru ekki eins mikið kynjaskipt, en þetta fyrirkomulag er orðið brennt í heila okkar. Sumir kenna barbídúkkunum aðallega um fyrir glæpinn.

007-style-suit

Þrátt fyrir litavalið, eigum við það til að dæma fólk út frá klæðavali almennt. Samkvæmt rannsókn sem gerð var af Psychology Today á 300 fullorðnum einstaklingum, var mikill munur á því hvernig litið er á mann sem hefur keypt klæðskerasaumuð jakkaföt og á þeim sem keypti sér jakkaföt beint af slánni.  Sjálfboðaliðarnir voru látnir horfa á mann í sérsniðnum jakkafötum og þeim sem komu beint af slánni í þrjár sekúndur og niðurstöðurnar voru þær að það getur virkilega verið þess virði að eyða smá meiri pening og líta frábærlega út.

Svo næst þegar þú ert að hafa þig til fyrir kvöldið, hugsaðu þá aðeins meira um litavalið og hvernig flíkin passar þér. Valið þitt getur sagt deitinu þínu meira um þig en þú heldur.

SHARE