Hver eru einkenni lifrakrabbameins?

Lifraræxli geta bæði verið góðkynja og illkynja.

Góðkynja
Góðkynja æxli eru sjaldgæf og finnast oftast fyrir tilviljun vegna skoðunar. Ef góðkynja æxli eru stór geta þau sprungið. Ef góðkynja æxli finnast er yfirleitt hægt að nema þau brott með skurðaðgerð.

Sjá einnig: HPV-veiran og bólusetning gegn leghálskrabbameini

Illkynja
Illkynja æxli í lifur geta verið tvenns konar, annars vegar meinvörp þ.e. æxli sem koma út frá æxlum annars staðar í líkamanum og berast til lifrar með blóðinu. Krabbamein geta þó einnig byrjað í lifur, en það er sjaldgæfara.

Meinvörp í lifur finnast venjulega vegna rútínuskoðunar eftir krabbameinsmeðferð. Stundum koma fyrstu einkenni krabbameins fram vegna meinvarpa í lifur sem finnast þegar einkenni eru rannsökuð frekar.

Algengi: Krabbamein í lifur er til þess að gera algengt, um ein milljón manna er greind árlega í heiminum. Sjúkdómurinn er algengari í körlum en konum en sjúkdómurinn er einnig sérstaklega algengur í austurlöndum, þar er hann um helmingur allra greindra illkynja sjúkdóma. Tíðni sjúkdómsins eykst með hækkandi aldri.

Áhættuþættir:

  • Krónískir Lifrarsjúkdómar af völdum lifrarbólguveiru B og C eru þekktir áhættuþættir.
  • Skorpulifur (Chirrhosis) m.a. af völdum áfengis.
  • Sjúkdómurinn er tvisvar sinnum algengari í körlum en konum.
  • Fjölskyldusaga, þeir sem eiga nána ættingja með lifrarkrabbamein eða sem hafa fengið lifrarkrabbamein eru í meiri áhættu.
  • Aðrir sjaldgæfir erfðasjúkdómar s.s. hemachromatosis, alfa-1 antitrypsin skortur o.fl.

Einkenni: Einkenni sjúkdómsins eru t.d. kviðverkir sem koma oft ofarlega hægra megin í kvið og geta leitt aftur í bak, lystarleysi, ógleði, gula, þyngdartap og almenn vanlíðan. Þessi einkenni verða að sjálfsögðu þeim mun meiri sem illkynja vöxtur í lifur eykst. Ef þú telur þig vera með eitthvert þessara einkenna skaltu hafa samband við lækni og alltaf skal hafa samband við lækni ef um gulu er að ræða.

Greining: Blóðprufur, ómun, sneiðmyndataka og sýnataka

Horfur: Þegar krabbamein er komið í lifur eru horfur frekar slæmar, en meðferð getur falist í skurðaðgerð, geislameðferð eða lyfjameðferð, allt eftir ástandi sjúklingsins hverju sinni.

http://www.cancer.gov/cancer_information/cancer_type/liver/

http://www.livercancer.com/

Lestu fleiri áhugaverðar greinar á doktor.is logo

SHARE