Hvernig húðin breytist á meðgöngu – 10 atriði

Kviðurinn er ekki það eina sem stækkar og breytist á meðgöngu.
Þegar kona er barnshafandi þenst hún út um miðjuna, hún getur fengið óstjórnlega löngun í einhvern mat og tilfinningalífið fer allt úr skorðum. Hárið gæti líka þykknað og glansað og roði hlaupið í kinnarnar.
En ýmislegt fleira getur gerst.  Sumar konur fá útbrot, hvíta bletti, þykkildi í húðina og æðahnúta. Húðin getur líka orðið mjög viðkvæm svo að konan getur ekki notað uppáhaldsskartgripina eða snyrtivörurnar sínar.
Ástæðurnar fyrir öllu þessu eru hormónabreytingar.

Hormónabreytingar í líkama allra barnshafandi kvenna hafa áhrif á húðina.
Hér koma ýmsar upplýsingar um hvernig húðin á þér gæti breyst næstu níu mánuðina.   

1. Þessi skínadi fallega húð á meðgöngu
Það er talið að hormónar, húðfita og aukið blóðflæði til húðar gefi henni þetta skínandi fallega yfirbragð á meðgöngu sem við sjáum oft. Öll líffærin fá meira súrefni og næringarefni til sín vegna hormónabreytinga á meðgöngu. Allir hafa heyrt “Þú glansar alveg!” – Já af húðfitu þá? 

Oft bætir konan á sig þyngd og þá breytist líka áferð húðar og hún virðist enn mýkri en áður.

2. Útbrot
Progesterone hormónið eykst í líkamanum á meðgöngu og hann framleiðir þá meiri húðfitu en áður og það veldur oft útbrotum (bólum/fílapenslum). 

En farið varlega í að nota einhver efni eins og t.d. retinol til að hreinsa burt „fílapenslana“. Best er vegna barnsins að láta þessi efni vera. Retinol og skyld efni eru A vítamín afleiður og þegar A vítamín er tekið inn í töfluformi í stórum skömmtum getur það valdið alvarlegum fósturskaða. Það eru engar rannsóknir tiltækar um áhrif efnanna útvortis en barnshafandi konum er ráðlagt að nota þau ekki.  Þá er einnig gott að nota ýmsar náttúruvörur eins og t.d. olíu úr telaufum og lofnarblómi (lavender).

3. Dökkir húðblettir
Um það bil önnur hver barnshafandi kona fær dökka húðbletti á andlitið. Þeir eru stunduð kallaðir „óléttugríman“ og myndast oftast  á báðum kinnum, nefi og enni.  Ein af ástæðunum fyrir þessu eru aukin hormón í líkamanum og þau eru mest á síðustu þrem mánuðum meðgöngu.

Barnshafandi konur geta fátt gert til að koma í veg fyrir húðblettina. Rétt er að  vera ekki mikið í sól og nota sólarvörn ef  verið er í sól þar sem blettirnir geta myndast í sól.
Það er svo hægt að eiga við þessa húðbletti eftir fæðingu.

 

4. Þykkt og glansandi hár
Yfirleitt vex hvert hár 2-6 ár, hættir svo að vaxa og dettur af manni. En hárið á barnshafandi konum er lengur í hvíld og þess vegna verður hárið þykkara en það var. Neglurnar verða líka lengri og sterkari.   

Enn og aftur eru homónin hér að verki og  hárið fær aukið súrefni og næringu.
Njótið þessa fallega hárs meðan þið getið, allt verður eins og áður eftir fæðingu!  

5. Hárvöxtur alls staðar
Það er ekki bara höfuðhárið sem vex. Þú færð líka meira hár en áður á andlitið, í nárann, handarkrikana og á leggina.

Vaxmeðferð getur verið sérstaklega sár á meðgöngu og þegar svo er mætti bara raka hárið af. Það hefði minnst óþægindi í för með sér.
Svo er það að athuga að þessi hárvöxtur er bara tímabundinn. Hann hættir við fæðingu og allt verður eins og var. Þess vegna er rétt að bíða með einhverjar meiri háttar aðgerðir!  Hárin sem þú færð bara á meðgöngu t.d. þær konur sem fá sportrönd og meiri hárvöxt á maga og jafnvel andlit ættu ekki að fikta neitt í þeim vegna þess að oftast fara þau af eftir meðgöngu.

6. Viðkvæm húð
Það eru ekki bara tilfinningarnar sem eru viðkvæmar þessa níu mánuði.
Húðin verður oft mjög viðkvæm á meðgöngu- jafnvel fyrir efnum sem konurnar tóku ekki einu sinni eftir áður. Eitt hið algengasta er að þær þola ekki skartgripi sem þær höfðu alltaf gengið með.
Notið mild krem, án ilmefna og prófið þau alltaf t.d á úlnlið eða bak við eyrun áður en þau eru sett á stærri svæði. 

7. Fæðingarblettir
Fæðingarblettir geta stækkað og nýir myndast. Sumar konur fá jafnvel dökka, margsprungna bletti sem vellur úr á hendur og í munn.

 

Þó að yfirleitt séu blettirnir meinlausir er sjálfsagt að láta húðlækni skoða þá.  Húðkrabbamein getur myndast á meðgöngu og af þeim sökum er sjálfsagt að athuga blettina. Leikmaðurinn getur yfirleitt ekki greint hverjir eru meinlausir og hverjir ekki.
Ef blettirnir eru góðkynja er rétt að bíða með að fjarlægja þá þar til eftir fæðingu. Ef þeir hins vegar eru krabbamein þarf að meðhöndla þá strax.  Þá er beitt skurðaðgerð. 

 

8. Húðflipar
Þetta eru skaðlausir smáflipar sem hanga á smátaug og myndast oftast þar sem mikill núningur er, t.d. í handarkrika, nára, undir brjóstum eða á hálsi. Þeir hverfa oftast af sjálfu sér á seinni hluta meðgöngunnar.
Þetta gerist af því að hið mikla hormónaflæði um líkamann eykur vöxtinn í ystu lögum húðarinnar.

 

Stundum detta þessir húðflipar ekki af eftir fæðingu og húðlæknir fjarlægir þá auðveldlega.

  

9. Æðahnútar
Aukið blóðfæði á meðgöngu setur  ekki bara roða í  kinnar og gefur konum hraustlegt yfirbragð. Þrýstingur á æðar í fótunum eykst líka og fæturnir geta orðið sárir og bólgnir.

 

Æðahnútar er það kallað þegar tognar á æðunum og þær bólgna og þrýstast út í húðina. Þetta gerist helst ef lokur og æðaveggir eru ekki í góðu ástandi.
Besta ráðið við þessu er að æfa, sem eykur blóðrásina og bætir líðan. Þá er einnig ágætt að vera í teygjusokkum ef konur þurfa að standa mikið.
Ef æðahnútar jafna sig ekki eftir fæðingu og valda óþægindum er rétt að leita til æðaskurðlæknis varðandi meðhöndlun.

10. Gyllinæð
Já, gyllinæð virðist vera algeng á meðgöngu. Margar konur upplifa þetta og það getur verið sárt eða óþægilegt. Ef gyllinæðin verður slæm er rétt að nálgast krem til að bera á svæðið.
 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here