Hvers vegna er gott fyrir okkur að gráta?

Við höfum oftar en ekki litið á grátur sem veikleikamerki, bæði fyrir konur og karla, en það sem allir eru ekki endilega tilbúnir til að samþykkja er að grátur er ein leið til að losa mann við neikvæðar tilfinningar. Grátur virkar mjög vel til hreinsunar, þó að það sé alls ekki mælst með því að þú notir gráturinn til að leysa öll tilfinningatengd vandamál. Þú ættir þó ekki að reyna að stöðva grátinn þegar hann kemur.

Það tekur marga mikið hugrekki að geta grátið og það í sjálfu sér er afar sorgleg staðreynd.

Sjá einnig: 5 hlutir sem þú ættir aldrei að sætta þig við í sambandi

Man-crying-with-hand-to-face

1. Horfðu beint á tilfinningar þínar

Grátur er einlæg túlkun á tilfinningum þínum. Þú getur ekki stjórnað því hvernig þú grætur, það er hrein tjáning og tekur það hugrekki að geta sýnt þá einlægni.

Að viðurkenna vandamálið og að sýna það sem gerði þig leiða/n  er mikiklvægt. Hefur þú verið að halda inni í þér tilfinningum og ekki virða þær viðlits eða unnið í þeim, með þeim afleiðingum að þær byggjast upp innra með þér? Láttu tárin flæða með stolti, því ef þau haldast inni í þér geta þau breyst í eitur.

2. Þér er alveg sama um það hvað öðrum finnst um þig

Grátur er bein leið til að sýna tilfinningar þínar. Flestir vilja ekki sýna hversu veikgeðja þau geta verið og bæla því þessar tilfinningar niður. Ef þú áttar þig á mátt táranna, munt þú láta þau flæða þegar þú þarft þess. Fólk mun alltaf bregðast við slíkum viðbrögðum á mismunandi vegu.

Ef þú grætur ert þú klárlega að eiga við allskonar í þínu eigin lífi og getur ekki að vera að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst um þig og þín viðbrögð.

Woman-crying

Sjá einnig: Litla krílið hlær svo mikið að hann fer að gráta – Myndband

gum eins vel og kynlíf, þar sem hann fjarlægir neikvæðar tilfinningar og kemur góðum tilfinningum inn í staðinn. Þú getur ekki hunsað tilfinningar þínar og ætlast til þess að líða betur. Þú þarft ekki aðeins að skilja hvernig þér líður, heldur þarftu að komast að því hvað það er sem veldur vanlíðan þinni.

Stundum þarf mikinn kraft í að skilja tilfinningar sínar og erfitt getur verið að horfa á orsökina.

Sjá einnig: Ekki bæla niður tilfinningar – Rannsóknir benda til þess að það auki hugsanlega líkur á krabbameini og hjartasjúkdómum

4. Grátur lætur þér líða almennt betur

Ef þú losar ekki um tilfinngar þínar af og til, byggjast þær upp og valda meira en andlegri vanlíðan, því það getur haft slæm áhrifa á heilsu þína almennt.

Hamingja og hlátur er nokkuð sem hjálpar þér að brenna orku og bætir ónæmiskerfið. Augun eru gluggi sálarinnar, svo þú skalt þvo þá einstaka sinnum.

5. Þú sýnir öðrum hversu gott er að tjá sig einlægt

Margir fullorðnir einstaklingar eiga í erfiðleikum með að gráta og hefur samfélagið svolítið séð til þess að það telst ekkert sérlega smart að láta vaða í eitt stykki grát.

Það getur verið erfitt að hætta að gráta þegar flóðið byrjar, en það tekur mikla orku að halda tárunum inni og þar af leiðandi ertu að eyða óþarfa orku í halda tilfinningum þínum inni lokuðum.

Þegar fólk sér að þú ert einlæg/ur, fá þau stundum innblástur um að vera það sjálf og getur það farið svo að það fer að tjá sig við þig á opnari máta.

Það er mjög hreinsandi að gráta og það hjálpar þér að tengjast betur tilfinningum þínum. Oft byrgjum við inni allt það sem lætur okkur líða illa, en að gráta lyftir af þér byrgðinni.

Heimildir: dailyvibes.org

SHARE