Hvítsúkkulaði ostakaka með kanilkexbotni og dásamlegri hindberjasósu

Það er ekkert venjulegt hvað hún Ragnheiður hjá Matalyst er dugleg að prófa sig áfram í matargerð og bakstri. Þessi Ostakaka er með því girnilegri á netinu í dag.

Byrjið á að snýða bökunnarpappír í form sem er 22 cm smelluform, setjið botninn á forminu ofaná bökunnarpappír teiknið eftir honum og klippið út, klippið ræmur sem nemur þykktina á mótinu leggið inn í hliða á formið, gott er að nota smjör til að festa bökunnarpappírinn niður.

Eða setjið ostakökuna í eldfast form.

Gott er sð útbúa kökuna deginum áður eða láta hana standa að lágmarki í 5 tíma áður en hún er borin fram.

Hráefni

Botn

120 g smjör

14 Lu Bastogne kanilkex

Aðferð

Myljið kexið niður

Bræðið smjörið í potti bætið kexinu út í blandið saman. Setið í botninn á forminu.

Fylling

200 g rjómaostur

80 g flórsykur

¼ peli rjómi

200 g hvítt súkkulaði

Aðferð

Bræðið súkkulaðið á vægum hita yfir vatnsbaði, látið kólna aðeins áður en þið bætið því út í rjómasostablönduna.

Þeytið rjómann leggið til hliðar.

Þeytið vel saman rjómaost og flórsykur bætið síðan súkkulaðinu í mjórri bunu út í þeytið saman um stund. Í lokin bætið þið rjómanum út í með sleikju. Setjið ofaní formið.

Hindberjasósa

Hráefni

200 g hindber frosin

40 g hlynsýróp

1 blað matarlím

Aðferð

Setjið matarlímið í kalt vatn.

Setjið hindber og hlynsýróp saman í pott hitið og hrætið vel saman þar til orðið er mauk.

Vindið matarlímið og setjið út í pottinn hrærið vel, látið standa þar til hefur kólnað aðeins hellið yfir kökuna, dreifið úr.

Skreytið að vild t.d með því að skera niður með ostaskera hvítt súkkulaði og sáldra svo meðfram kantinum.

@matarlyst

Hvítsúkkulaði ostakaka með kanilkexbotni og dásamlegri hindberjasósu. Uppskrift inn á Facebook og Instagram síðunni Matarlyst #whitechocolate #fyp #foryoupage #fypシ #cheesecake #matarlyst #ragnheiðurstefáns

♬ Le Festin (From “Ratatouille”) – Movie Sounds Unlimited

SHARE