Íris Arna – Heimsmeistari í módel fitness

Íris Arna Geirsdóttir er 25 ára Reykjavíkurmær. Hún er með BS gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík en sinnir í dag fyrirtæki sínu Vivo kynningum auk þess sem hún hugar að heilbrigðum lífsstíl og undirbýr sig fyrir mót. Íris er atvinnumaður í módel fitness og fór til Toronto í Kanada í ágúst síðastliðnum og keppti á heimsmeistaramóti WBFF amature. Íris hafnaði í fyrsta sæti í sínum flokki – bikini diva model.

Aðspurð segir Íris að áhugi sinn á fitness hafi kviknað þegar hún kynntist núverandi kærasta sínum Kristjáni Kröyer sem þá var Íslandsmeistari í fitness. “Þessi heilbrigði lífstíll smitar út frá sér og ég fann að mig langaði strax að kynna mér þennan lífstíl betur og ef til vill  keppa ” segir Íris, en hún hafði stundað líkamsrækt lengi áður en hún ákvað að fara að æfa fitness og keppa.

Nú er talað um að fitness æfingar geti tekið mjög á ungar stelpur, bæði andlega og líkamlega. Hvað segir þú um það?  “ Þetta fer misvel í fólk.  Það er ekki fyrir alla að keppa í fitness og þess vegna ætti fólk að hugsa sig tvisvar um áður en út í það er farið, segir Íris.”  Hún segir að þetta sé afar krefjandi en að taka þátt í svona keppni og þá sérstaklega erlendis hafi verið einstök lífsreynsla.

Nú hefur þú verið í skóla, rekið fyrirtæki og á sama tíma undirbúið þig fyrir fitness keppni – hvernig gengur að koma þessu öllu fyrir ? “Þetta krefst skipulags og sjálfsaga. Mér finnst persónulega mun betra að undirbúa mig fyrir mót með vinnu en skóla, hef reynt hvoru tveggja og það er verulega erfitt að vera í krefjandi háskólanámi og í undirbúningi fyrir mót á sama tíma”

Íris segir að það sé mikilvægt að hafa góðan einkaþjálfara sem fylgist með þeim sem er að æfa allt æfingatímabilið. “Ég mæli hiklaust með að stelpur ráði sér einkaþjálfara sem getur ráðlagt þeim hvenær þær eru tilbúnar að fara í keppni og fylgist með þeim í allt undirbúningstímabilið”. Sá sem þjálfaði Írisi fyrir keppnina var Konráð Valur, einkaþjálfari í world class.

Fólk kom til mótsins í Toronto allsstaðar að.  Íslensku stelpurnar héldu hópinn og veittu hver annarri stuðning. “Gastu séð að íslensku stelpurnar væru öðruvísi undirbúnar en hinir keppendurnir?“

“Það eina sem ég tók eftir var að við, íslensku stelpurnar vorum alltaf með smá súkkulaði og nammi baksviðs á keppniskvöldinu en hinar ekki!”

Hvað er aðallega verið að dæma í þessari keppni? “Í módel fitness er aðal áherslan lögð á alhliða fallegar línur, samræmi, sviðsframkomu og útgeislun “.

Hvað markmið hefur þú svo sett þér?  Stefnir þú á að vinna fleiri titla í náinni framtíð?  “Mann langar alltaf að vinna fleiri titla, sérstaklega þegar vel gengur. Mig langar  að sjálfsögðu  að keppa aftur og vinna en það kemur í ljós hvað ég geri”

Segðu mér hvað þú borðaðir helst þegar þú varst í „niðurskurði?“ “Uppáhaldið mitt á þeim tíma var omelette úr eggjahvítum og haframjöli sem ég borðaði  tvisvar á dag, í morgunmat og 60 mínútum fyrir lyftingaræfingu”

 

Matseðill  Írisar Önnu.

Morgunmatur:  Omelette úr eggjahvítum og haframjöli.

Millimál: Hreint prótein og ávextir

Hádegismatur: Heilsuréttir á matsölustaðnum  Nings

Kvöldmatur: Fitness salat á veitingastaðnum Ginger í Lágmúla. “Góð næring, fáar hitaeiningar og mjög gott”

Tókstu einhver fæðubótarefni  þegar þú varst að undribúa þig fyrir  keppnina ? “Ég nota fæðubótarefni frá Nutramino heilsuvörum sem fást í öllum helstu verslunum landsins. Ég tek alltaf glutamin og hreint prótein fyrir brennsluæfingar á morgnana, creatin og glutamin fyrir lyftingaræfingu, seinni hluta dagsi  og casein prótein á kvöldin 30 min. fyrir svefn. Svo tek ég hreint prótein og borða ávöxt í millimál.

Hvernig var stemningin á mótinu úti, voru  margir áhorfendur og mikil hvatning?   „ Já það var mjög mikil stemning, sérstaklega  laugardagskvöldið þegar lokakeppnin var og  úrslitin voru tilkynnt. Það  var líka mjög gaman baksviðs og allar stelpurnar skemmtilegar og vingjarnlegar og mikið spjallað.  Þarna voru  400 keppendur frá 36 löndum samankomnir og mér finnst að þarna hafi verið mjög góður andi.

Eftir að mótið kláraðist í Toronto héldu nokkrar af Íslensku stelpunum til Las Vegas þar sem þær gerðu sér glaðan dag

Vöktuð þið íslensku stelpurnar mikla athygli ?  „Ég ætla bara að svara þessu þannig að ferðin hafi í alla staði verið  svakalega skemmtileg og mæli hiklaust með ferð  til  Las Vegas hvort sem er fyrir ljós- eða dökkhærða, eldri eða yngri!“


Við óskum Írisi til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með henni í framtíðinni.

Ljósmyndir eru eftir Kristján Frey
Förðun eftir Sigurlaugu Dröfn Bjarnadóttur.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here