Íslensk verslun sýnir barn á kynferðislegan hátt

Kynferðisofbeldi gegn börnum og myndefni þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan hátt hefur aukist til muna síðustu ár. Ég velti því fyrir mér hvort það sé vegna þess að við (fólkið) í dag séum orðin svo heilaþvegin af auglýsingum og tískumyndum sem sýna alltof ung börn kyngerð á einhvern hátt, að við tökum ekki eftir þessu lengur?

Það virðist vera að einhverjir séu orðnir ónæmir fyrir þessu vegna þess að verslunareigendum Benetton fannst í lagi að setja upp auglýsingu í búð sinni af nöktu barni í kynferðislegri uppstillingu. Auglýsingin á að vera hluti af gallabuxnaþema, en af hverju er stúlkan nakin á myndinni? hvar eru gallabuxurnar?

Auglýsingin, er að sögn verslunarstjóra fyrir fullorðins fatnað, en af hverju í ósköpunum sjáum við þá nakið barn, eða í það minnsta stúlku sem lítur út fyrir að vera barn sem heldur fyrir kynfærin á sér?

Það er enginn sem fær að telja mér trú um annað en að einmitt þessi stúlka hafi verið látin sitja fyrir á myndinni vegna þess hversu ung hún lítur út fyrir að vera!

Í tilkynningu frá samtökum sem varðveita réttindi barna, Barnaheill, segir að þau harmi það að ýmis fyrirtæki skuli ítrekað sýna börn á kynferðislegan hátt í auglýsingum sínum og þannig brjóta á réttindum barna samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest.

Það skiptir engu máli þó að manneskjan á myndinni sé ekki barn. Á myndinni er samt sem áður manneskja sem lítur út eins og barn og það er alveg jafn slæmt!

Ég vona innilega að eigendur búðarinnar,  taki þessa auglýsingu niður.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here