Tíkin Jasmín er loks fundin eftir um sólarhrings ringlureið. Henni var stolið um miðjan dag af heimili eiganda síns og seld nokkrum tímum seinna á internetinu. Hún.is hjálpaði eiganda tíkarinnar að auglýsa eftir henni og á ótrúlega skömmum tíma og allnokkrar ábendingar frá lesendum kom í ljós að hún hafi verið seld á Bland.is.

Fljótlega kom í ljós hver þjófurinn var og ekki leið á löngu þar til saklaus kaupandinn fannst. Eiganda Jasmín leist það vel á fólkið sem keypti Jasmín (sem í góðri trú, hélt að um heiðarleg viðskipti væri að ræða) að Jasmín er nú komin á nýtt heimili þar sem hún fær alla þá ást og allan þann kærleika sem hún á skilið.

Enn og aftur kemur máttur Internetsins í ljós og vill „fyrrum“ eigandi Jasmínar þakka lesendum og vinum fyrir hjálpina.

jas

SHARE