Jennifer Lopez lögsótt vegna kynþokkafullrar framkomu

Söngkonan Jennifer Lopez hefur verið lögsótt fyrir of kynþokkafulla framkomu á tónlistarhátíðinni Mawazine Festival sem fór fram í síðasta mánuði. Hátíðinni var sjónvarpað til tveggja milljóna marókóskra áhorfenda sem voru hneykslaðir á að atriði ungfrú Lopez hafi verið sýnt í sjónvarpinu.

Sjá einnig: Jennifer Lopez: Léttklædd & ögrandi á Billboard-tónlistarverðlaununum

Einn áhorfandi var í svo miklu uppnámi með atriði Jennifer að hann lagði inn kvörtun þar sem hann sagði að tónleikarnir væru kynlífssýning. Hann sagði einnig að það væri nekt af ásettu ráði og fáránleg atriði. Jennifer Lopez er þekkt fyrir að dilla föngulegum bossa sínum á tónleikum og í tónlistarmyndböndum en það hefur eitthvað farið fyrir brjóstið á áhorfendum í þetta skipti.

Sjá einnig: J-Lo var flott á Britain’s Got Talent í gær – Myndband

Samgönguráðherra Marokkó, Mustapha Al-Khalfi deildi einnig á Twitter hneykslun sinni á tónleikunum og sagði að þetta væri óásættanlegt og brot á lögum.

Í lögsókninni kemur fram að Jennifer er talin hafa brotið allsherjarregluna og flekka heiður kvenna og virðingu. Ef hún verður fundin sek gæti hún þurft að eyða allt að tveimur árum í fangelsi en það er þó afar ólíklegt að hún verði dæmd.

Sjá einnig: Stórir rassar eru það heitasta í dag

Jennifer-Lopez-s-recent-stage-antics-have-angered-officials-in-Morocco-581856

SHARE