Justin Bieber að hitta sína fyrrverandi aftur

Fyrrverandi kærasta Justin Bieber, fyrirsætan Chantel Jeffries, sást yfirgefa hótelið hjá Justin Bieber í sömu fötum og hún kom til hans kvöldið áður. Chantel hafði verið að horfa á tónleika hans í Madison Square Garden í New York. Eftir tónleikana leigði Justin heilt kvikmyndahús á Times Square til þess að geta horft á myndina The Secret Life of Pets með Chantel og nokkrum vinum.

Sjá einnig: Justin Bieber sólar sig með fyrirsætu

Eftir einkasýninguna gengu þau Justin og Chantel saman út úr bíóhúsinu, upp í bíl og á hótelherbergið. Hún sást svo yfirgefa hótelið daginn eftir.

 

SHARE