Það hafa margir gagnrýnt Kim Kardashian fyrir uppeldisaðferðir hennar. Það er eitthvað sem eflaust fylgir því að lifa í sviðsljósinu, að vera undir vökulum augum „hataranna“, sem þekkja hana jafnvel ekki neitt.

Nýjasta dæmið var að hún var gagnrýnd fyrir að leyfa North West að ganga með stóra hringi í eyrunum.

View this post on Instagram

Pinky swear we’re besties for life!!!

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on

Aðrir voru reiðir yfir því að hún var með varalit, aðeins 6 ára gömul, í fjölskyldupartýi. Kim sagði frá því nýlega að það voru fleiri en bara „hatarar“ sem reiddust henni vegna þessa. Hún segir að Kanye hafi verið frekar óhress með að sjá dóttur sína með mikið af farða.

Kim segir að Kanye hafi verið mjög reiður yfir því að hún hefði leyft North að vera með farða. „Ég held hann hafi bara fengið nóg, hann breytti bara öllum reglunum,“ sagði Kim í samtali við E! News.

Kim leyfði North að vera með rauðan varalit við einhver tilefni og svartan við önnur og það hafi ekki verið vinsælt hjá manni hennar.

„Ég lenti í smá veseni eftir það svo núna er enginn farði leyfður,“ sagði Kim

SHARE