Kate Middleton er ánægð með Meghan Markle

Hertogaynjan Kate Middleton er afar ánægð með nýju kærustu Harry prins. Talið er að hún hafi hitt hana nýlega og litist afar vel á hana. Upp á síðkastið hefur Meghan verið í heimsókn hjá Harry á heimili hans í Kensington höllinni og hefur Meghan komið afar vel fyrir hjá tilvonandi tengdafjölskyldunni.

Sjá einnig: Kate Middleton í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali í fimm ár

Talsmenn bresku konungsfjölskyldunnar hafa ekki enn svarað spurningum fjölmiðla varðandi samband þeirra, fyrir utan að segja að Meghan og Harry hafa verið í sambandi svo mánuðum skiptir. Sagt er að Kate sé að aðstoða Meghan eins og hún getur og að henni finnist Meghan vera tilvalin sem kvenmannsefni fyrir Harry.

Fleiri meðlimir konungsfjölskylunnar er statt í London þessa dagana, sem gefur Harry tækifæri á því að kynna kærustu sína fyrir stórum hluta fjölskyldunnar.

39624DE000000578-3937362-image-a-2_1479202070066

040C6110000003E8-3937362-image-a-10_1479202230923

SHARE