Kelly Clarkson fær forræði yfir börnum sínum tveimur

Kelly Clarkson (38) hefur fengið forræði yfir börnum sínum tveimur, þeim River (6) og Remington (4). Kelly er að ganga í gegnum skilnað við eiginmann sinn til tæplega 7 ára, Brandon Blackstock.

Í skjölunum um forræðismálið kemur fram að Kelly sé veitt forræði því það muni auka líkurnar á að „börnin muni upplifa stöðugleika og lífið breytist sem minnst fyrir þau“. Einnig kemur fram í skjölunum að „ágreiningur milli foreldranna hafi aukist. Foreldrarnir eigi því erfitt með að vera saman í uppeldinu vegna skorts á trausti milli þeirra.“

Sjá einnig: Skrifaði sig frá skilnaðinum

Kelly verður því með fullt forræði yfir börnunum í Los Angeles en pabbi þeirra fær að tala við þau á hverjum degi, samkvæmt samkomulagi.

SHARE