Khloé Kardashian tjáir sig um eiginmann sinn Lamar Odom og óánægju sína með líkama sinn í gegnum árin í nýju viðtali við slúðurtímaritið People.

Sjá einnig: Sýnir óunnar myndir af sér fyrir alla „hatarana“

Khloé segir að hún hafi alltaf verið þykk en að henni hafi alltaf liðið vel í eigin skinni þrátt fyrir að vera með allt annan líkamsvöxt heldur en eldri systur sínar, þær Kourtney og Kim.

Ég vissi að ég liti ekki eins út og systur mínar og að ég væri ekki með þeirra líkamsvöxt en mér fannst aldrei neitt að því. Ég átti foreldra sem elskuðu mig og sinntu þannig að mér leið alltaf eins og ég væri falleg, svo ég efaðist aldrei um það.

Sjá einnig: Lamar Odom króaði Khloe Kardashian af og hreytti í hana ljótum orðum

Þegar raunveruleikaþátturinn um fjölskylduna, Keeping Up With The Kardashians, varð á einni nóttu ákaflega vinsæll var Khloé skyndilega ýtt í sviðsljósið. Þessi athygli gat orðið ljót.

Rétt áður en þættirnir hófust þá fannst mér ég vera í góðu formi, en líklegast ekki nógu góðu fyrir Hollywood frægð. Ég áttaði mig ekki á því að ég væri feita systirin fyrr en fjölmiðlar fóru að segja það um mig.

Sjá einnig: Khloe Kardashian setur Lamar Odom afarkosti

Khloé segist hafa verið vön því að vera borin saman við systur sínar en þó ekki í svona ljótri samlíkingu. Hún fór þá sjálf að kalla sig feitu og fyndnu systurina og viðurkennir að hún hafi verið farin að trúa því að hún væri feit.

Í dag er Khloé alveg sama í hvaða stærð hún er því þetta snýst ekki um að standast kröfur annara.

khloe-kardashian-swimsuit-butt-stretch-6-1024x683

 

khloe-kardashian-complex-august-september-2015-cover__oPt

 

SHARE