Khloé Kardashian með dæld eftir sortuæxli

Khloé Kardashian(39) hefur verið hreinskilin um baráttu sína við húðkrabbamein sem hún þurfti að láta fjarlægja úr kinn sinni á seinasta ári. „Fyrir þá sem ekki vita, þá var ég greind með húðkrabbamein í andliti á seinasta ári. Það þurfti að fjarlægja æxli úr kinninni á mér og eftir það varð eftir dæld. Ég er alls ekki að kvarta því ég vil frekar vera með dæld heldur en sortuæxli í andlitinu,“ skrifaði Khloé á Instagram.

Hún deildi einnig myndum fyrir og eftir aðgerðina og segir frá því að hún ætli að láta setja fylliefni í örið.

„Ég beið í rúma níu mánuði eftir því að láta fylla í þetta,“ skrifaði hún. „Ég þurfti að vera þolinmóð en auðvitað þurftum við að passa að þetta væri læknisfræðilega öruggt.“ 

Khloé þakkar líka lækninum sínum, Dr. Garth Fisher, fyrir frábær störf og segir að hann hafi séð að þetta væri krabbamein en hún hafi haldið að þetta væri venjuleg bóla. Hann hafi náð öllu krabbameininu burt og gert örið eins lítið og mögulegt var.


Sjá einnig:

SHARE