Kim Kardashian sýndi loksins sitt fríða andlit opinberlega nú í gær, miðvikudag, þegar hún fór á heilbrigðisstofnun í Los Angeles ásamt Kanye, North West og barnfóstrunni sinni.

Þetta eru fyrstu myndirnar sem teknar hafa verið af þessari litlu fjölskyldu og fyrst að blaðaljósmyndararnir voru búnir að ná í skottið á henni var hún að sjálfsögðu mynduð í bak og fyrir og voru þessar myndir birtar á TMZ.

Ekkert sást í andlit North West því hún var vel falin í bílstólnum.

 

SHARE