Kínverskur maður ferðast með húsið sitt á bakinu

Þessi maður heitir Liu Lingchao og hann þarf aldrei að hafa áhyggjur af því að gleyma einhverju heima hjá sér. Af hverju? Af því Liu tekur húsið sitt með sér hvert sem hann fer.

Liu er sölumaður sem ferðast milli staða og selur drykkjarvatn. Hann byggði húsið sitt úr bambus fyrir 5 árum síðan og ferðast með húsið með sér á bakinu þegar hann fer í vinnuferðir í suður Kína. Hann segir að heimilið, sem hann getur tekið með sér, geri hann voðalega frjálsan.

Húsið er búið til úr bambus, plastfilmu og lökum og er um 60 kíló.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here