Kjúklingur með hvítlauk og sweet chilli sósu

Þessi er æði frá Eldhússystur

Kjúklingur með hvítlauk og sweet chilli sósu

Hráefni

4 kjúklingabringur
8 msk olía
6 hvítlauksgeirar
6 msk sweet chilli sósa
3 tsk rifinn ferskur engifer
2  rauðar paprikur, í bitum
300 g blaðlaukur, i sneiðum
3 dl matreiðslurjómi
Salt
Svartur pipar
paprikukrydd
Kjúklingakraftur, einn teningur.

Aðferð
Blandið saman olíu, mörðum hvítlauksrifum, chillisósu, engirferi, salt og pipar. Kjúklingurinn skorinn í bita og  maríneraður úr kryddolíunni í ca. 1 klst.

Kjúklingur steiktur á pönnu með maríneringunni.  Blaðlauki og papriku bætt út á pönnuna og svo olíu, hvítlauksrifjum, chilisósu, engifer, salt og pipar.

Rjóma bætt út á pönnuna, smakkað til með kraftinum og kryddi og látið malla í 6 – 7 mínútur. Borið fram með t.d. hrísgrjónum eða kartöflubátum og sallati.

SHARE