Kjúklingur með steiktum hrísgrjónum og grænmeti

Kvöldmatur á 20 mínútum! Hver fílar það ekki? Freistingarthelmu bjóða uppá þessa.

fyrir ca 4

Innihald

2 kjúklingabringur

1 msk ólífu olía

1 msk smjör

1 laukur

1 hvítlaukur

blómklál

brokkolí

1-2 gulrætur

2 egg

2-3 bollar af köldum hrísgrjónum (best frá deginum áður)

4 msk soya sósa 

Salt og pipar

Chilli 

Aðferð

Setjið olíu á pönnu, skerið kjúklinginn niður í smáa bita og steikið þar til hann verður fulleldaður. Setjið kjúklinginn til hliðar. Gott er að krydda kjúklinginn með salti og pipar og smá soya sósu. 

Skerið lauk, hvítlauk, brokkolí, blómkál og gulrætur smátt niður og steikið upp úr smjöri á pönnunni. Hrærið eggin í glasi og steikið á pönnunni, hrærið í eggjunum og blandið þeim saman við grænmetið. Setjið köld hrísgrjón saman við og steikið léttilega. Bætið soya sósunni saman við og kryddið með salti og pipar og hrærið vel saman. Setjið kjúklinginn saman við. Fyrir ykkur sem viljið hafa þetta smá sterkt er gott að setja smá chilli saman við. Einnig er hægt að setja soyasosu af vild, um að gera að smakka þar til þið eruð sátt með bragðið. 

SHARE