Klassískar Sörur

Klassísk sem allir elska í boði Matalyst

Hráefni botn

100 g möndlur hakkaðar
2 eggjahvítur
1½ dl sykur

Aðferð

Eggjahvítur þeyttar þar til þær byrja að freyða, bætið sykri út í, þeytið þar til stýfþeytt. Bætið möndlum varlega saman við með sleikju.
Setjið í sprautupoka eða notið 2 tsk til að móta köku á stærð við 10 krónu pening. Þetta verða u.þ.b 45-50 litlar kökur.
Bakið við 175 gráður og blástur í u.þ.b 12-15 mín

Krem hráefni

1 dl sterkt kaffi
250 g suðursúkkulaði
180 g kalt smjör

Aðferð

Bræðið súkkulaðið í kaffinu við vægan hita í potti.
Setjið í hrærivélaskálina, þeytið um stund til að kæla lítillega. Skerið kalt smjör í bita, setjið
út í hrærivélaskálina í skömmtun, þeytið þar til létt og glansandi, kælið.

Samsetning

Smyrjið eða setjið kremið í sprautupoka, sprautið vænni doppu ofan á hverja og eina köku, smyrjið svo frá toppi og að brún þar til myndast spírall, kælið um stund.

Súkkulaðihjúpur hráefni

400 g suðursúkkulaði

Aðferð

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbað við vægan hita, Setjið svo í minni skál með smá dýpt, dýfið hverri og einni köku í súkkulaðið, kælið aftur, raðið svo í box og frystið.
Þær eru afar fljótar að þiðna

SHARE