Kókosbollu ostakaka með þristakremi

Ragnheiður hjá Matarlyst toppar sig í hverri viku. Þessi kaka er eitthvað sem allir verða að prófa á lífsleiðinni. Kíkið inná facebook síðu hennar eða Instagram. Þar finnið örugglega eitthvað sem ykkur girnist.

Þessi ostakaka er afar góð, leikur við bragðlaukana, er ekta svona spari kaka t.d á jólaborðið eða í saumó, gott er að útbúa hana deginum áður en bera á hana fram eða að minnsta kosti 5 tímum.

Hráefni botn

1 pk Haust hafrakex

90 g smjör

Miljið kexið niður, bræðið smjör í potti, setjið kexið út í þegar smjörið er bráðið, blandið saman, snýðið bökunnarpappír í form sem er 25 cm, þrístið kexinu ofaní formið.

Fylling

4 dl rjómi

400 g rjómaostur

2 dl flórsykur

1 dós sýrður rjómi

5 matarlímsblöð

3 msk rjómi

1 pk kókosbollur

Leggið matarlím í kalt vatn, þar til lint.

Þeytið 4 dl af rjóma leggið til hliðar. Þeytið saman rjómaost og flórsykur þar til létt og fluffy, bætið sýrðum rjóma út í vinnið hægt saman.

Hitið 3 msk rjóma að suðu í potti vindið matarlímið setjið út í pottinn það bráðnar hrærið saman og bætið út í rjómaosta blönduna vinnið saman hratt og örugglega með sleikju.

Bætið þeytta rjómanum út í með sleikju vinnið saman.

Í lokin bætið þið kókosbollunum út í brjótið þær niður með sleikjunni, hrærið létt. Setjið í formið.

Látið inn í ísskáp.

Þristakrem

1 poki þristur 250 g

¾-1 dl rjómi

Brætt saman á vægum hita, látið standa um stund passið að hella ekki heitu yfir ostakökuna. Ef kremið er þykkt bætið þið meiri rjóma út í.

Skraut toppur ef vill

1 pk kókosbollur

SHARE