Kókostoppar með piparmyntu Marianne brjóstsykri

Það er sko gott að byrja sanka að sér uppskriftum fyrir jólin. Þessu kemur úr smiðju Matarlyst og verður sko örugglega ein af sortum þessi jólin.

Hráefni

4 eggjahvítur

200 g sykur

200 g kókosmjöl

100 g suðusúkkulaði ég notaði Kirkland súkkulað dropa

1 poki þ.e 120 g Marianne brjóstsykur saxaður niður ( Marianne er piparmyntu brjóstsykur með súkkulaðifyllingu )

Aðferð

Hitið ofninn í 120 gráður

Þeytið eggjahvítur þar til þær fara að freyða, bætið þá sykrinum út í, vinnið saman þar til blandan verður stífþeytt.

Bætið út í með sleikju kókosmjöli, súkkulaði og brjóstsykri, blandið varlega saman við marensinn.

Setjið bökunnarpappír á ofnplötur, mótið toppana með 2 teskeiðum.

Uppskriftin er ca 50 toppar.

Bakið við 120 gráður í u.þ.b 20-30 mín fer eftir ofnum. Fylgjist vel með.

SHARE