Kona stakk kærasta sinn til dauða með pinnahæl

Lögreglan í Houston sagði frá því að hin 44 ára Ana Trujillo hafi stungið kærasta sinn til dauða með pinnahælnum sínum. Parið var að rífast og endaði það illa fyrir manninn sem varð  pinnahæl konunnar að bráð.

Ana var handtekin og ákærð fyrir morð þegar lögregla fann kærasta hennar liggjandi á gólfi í lúxusíbúð þeirra. Maðurinn hafði verið stunginn margoft í höfuðið.

Lögregla fékk hringingu frá íbúa í byggingunni og sagði frá því að hann grunaði að það væri rifrildi í gangi sem myndi enda illa. Þegar Ana kom til dyra sá lögregla manninn liggja í blóði sínu á gólfinu.

Konan var yfirheyrð og lögregla hefur gefið það út að hún notaði skó sinn sem vopn. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hælaskór hafa verið notaðir sem vopn en árið 2011 var 33 ára gömul kona í norður Englandi kærð fyrir að stinga mann í augað með pinnahæl. Pinnahælar geta sumsé verið afar hættulegir ef viljinn er fyrir hendi!

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here