Kornflex crunchy

Stórkostlegir molar með Mars og fylltum reimum. Það sem henni Ragnheiði hjá Matarlyst dettur stundum í hug er stórkóstlegt. Kíkið inná facebooksíðu hennar og Instagram og fylgið henni. Munið ekki sjá eftir því.

Hráefni

150 g smjör
8 stk Mars súkkulaðistykki
1 pakki appalo fylltar lakkrísreimar
200 g kornflex mulið aðeins

Aðferð

Bræðið saman við vægan hita smjör og mars súkkulað, hrærið svo vel saman þar til samlagast.
Passið að láta súkkulaðið alls ekki sjóða.
Klippið lakkrísreimar niður, bætið út í pottinn. Hellið í lokin kellogs corn flakes út í veltið vel saman með sleif. Setjið í form sem er ca 20×20 þjappið vel niður í formið.
Setjið inn í ísskáp eða í kalt rími um stund skerið niður í hæfilega stóra bita, njótið en geymið þó rest í lokuðu íláti inn í ísskáp, einnig er í lagi að frysta molana.

SHARE