Kris Jenner segir frá vandræðalegasta augnabliki lífs síns

Höfuð Kardashian fjölskyldunnar og umboðsmaðurinn, Kris Jenner, greindi frá vandræðalegasta augnabliki lífs síns í nýju viðtali við tímaritið Cosmopolitan.

Sjá einnig: „Mér líður eins og mér hafi mistekist“

Hin 59 ára gamla Kris segir að vandræðalegasta augnablik lífs síns hafi verið þegar hún og fyrrverandi eiginmaður hennar, Caitlyn Jenner, stunduðu kynlíf í flugvél. Það fór ekki fram hjá flugfreyjunum hvað Kris og Caitlyn voru að gera og ákvað ein flugfreyja flugfélagsins American Airlines að tilkynna það í kallkerfnu að Kris og Caitlyn sem var þá Bruce hafi gengið í hinn svokallaða Mile High Club.

Sjá einnig: Bað Bruce Jenner að fela brjóstin fyrir barnabörnunum

Kris sagði að hún hafi haldið að enginn hefði tekið eftir því að hún og Bruce hafi farið inná klósett til að stunda kynlíf. Þegar flugvélin var síðan lent heyrðist í kallkerfinu:

Til hamingju Mr. og Mrs. Jenner! Þið eruð komin í mile-high klúbbinn. Við erum svo stolt af ykkur að við ákváðum að gefa ykkur flösku af kampavíni.

Kris sagði að á þessum tímapunkti hefði hún ekki getað sokkið neðar í sætið sitt.

Chanel-fashion-show

Bruce-Jenner-and-Kris-Jenner

SHARE