Kynlíf án samþykkis


Þátturinn Red Table Talk
 er mjög heiðarlegur þáttur sem Jada Pinkett Smith framleiðir með dóttur sinni og móður. Í þáttunum leitast þær við að ræða félagsleg og menningartengd málefni frá sjónarhóli þriggja kynslóða. Þema þáttarins sem verður sýndur á morgun verður kynferðislegt samþykki.

Í myndbroti úr þættinum spyr Jada móður sína,  Adrienne Banfield-Norris:

„Hefur þér, aldrei í lífinu, liðið eins og þú hafir ekki veitt kynferðislegt samþykki þegar þú hefur verið að stunda kynlíf með einhverjum?“

Svar móður hennar virðist hafa komið Jada á óvart:

„Jú, það hefur gerst, en það var alltaf með eiginmanni mínu. Pabba þínum. Svo þetta var allt gráu svæði.“

Jada tók smá málhvíld og segir svo:

„Það er á mjög gráu svæði…. en maður heyrir oft af svona. Svo þú ert að segja að þú hafir stundað kynlíf með pabba án þess að veita samþykki?“

https://www.facebook.com/redtabletalk/videos/809659293123374
SHARE