Kynlíf virkar jafnvel við höfuðverkjum og verkjalyf!

Ný rannsókn sem taugasérfræðingar við háskólann í Munster í Þýskalandi framkvæmdu, leiðir í ljós að kynlíf getur virkað jafnvel og verkjalyf gegn höfuðverkjum.

Rannsóknin var gerð á um 800 mígrenissjúklingum og um 200 manneskjum sem glíma við þrálátan höfuðverk reglulega. Það kom í ljós að sumir þáttakendur rannsóknarinnar voru meðvitaðir um virkni kynlífs gegn sjúkdómi sínum og stunduðu það þegar þau fengu höfuðverk.

Í ljós kom í rannsókninni að í helmingi tilvika minnkaðu höfuðverkurinn hjá mígrenissjúklingum ef þeir stunduðu kynlíf á meðan verkurinn stóð yfir. Í 20% tilvika hvarf höfuðverkurinn alveg. Talið er að ástæðan fyrir þessu sé líklegast sú að heilinn eykur framleiðslu á endorphíni, sem er hið náttúrulega verkjalyf líkamans, meðan á kynlífi stendur.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here