Lamb dhansak

Einstaklega góður indverskur réttur frá Matarlyst þar sem sætt hunang og chili leika við bragðlaukana.
Borið fram með rótí brauði og hrísgrjónum sem soðin eru í kókosrjóma.
Uppskrift fyrir u.þ.b 4-5

Hráefni

6 msk olía
1 kg lambakjöt gúllas
2 laukar skornir niður
25 g engifer skrælt
5 hvítlauksrif
12 kardimommur fræin notuð
2 msk cumin fræ mulin í morteli
1½ msk coriander fræ mulin í morteli
½ msk turmerik
1 msk garam masala
¾ msk chili powder
½ tsk salt
½ tsk svartur pipar
1 dós (400 g) saxaðir tómatar
200 ml vatn
½ kjöt teningur frá knorr
75 g rauðar linsur
3 msk hunang
Salt og svartur pipar til að krydda kjöt

Aðferð

Hitið ofninn í 150 gráður og blástur.
Setjið 3 msk af olíu á pönnu hitið.
Brúnið kjötið á öllum hliðum, saltið og piprið, setjið í ofnpott.
Setjið 3 msk af olíu á pönnuna steikið laukinn í 5 mín þar til mjúkur. Pressið hvítlauk, raspið niður engifer.
Merjið kardimommur niður í mortelinu til að ná fræjum úr hendið berkinum, bætið út í mortelið öðrum kryddum merjið niður, bætið út á pönnuna, ásamt hvítlauk og engifer, blandið öllu saman, látið malla í 1 mín á vægum hita, bætið út á vatni, tening, tómötum, hunangi, rauðum linsum. Hitið að suðu, hellið sósunni yfir lamakjötið.
Setjið inn í 150 gráðu heitan ofninn í 1½ – 2 tíma. Kjötsósan hefur þykknað mikið þegar rétturinn er klár.

Berið fram með grjónum gott er að sjóða þau upp úr kókómjólk eða kókosrjóma ásamt vatni og örlitlu salti.
1 bolli af grjónum þarf 2 bolla af vökva á móti.

Rótí brauð

Hráefni

8 dl hveiti
2 msk lyftiduft
2 msk sykur
2 tsk salt
Kalt vatn þar til deigið samlagast vel.

Aðferð

Blandið þurrefnunum saman í skál, bætið vatni út í þurrefnin, blandið þar til deigið sleppir vel hendi og hefur samlagast vel.

Mótið litlar kúlur á stærð við golfkúlu, fletjið þær út þunnt og steikið á olíuborinni heitri pönnu um stund og snúið við og steikið hina hliðina.
Gott er að pensla svo brauðið með hvítlauksolíu.

Chili mæjó dressing er afar góð með.

Hráefni

2 dl sýrður rjómi
1 dl chili mæjó

Aðferð

Setjið saman í skál og hrærið saman. Það er um að gera að smakka sósuna til bæta jafnvel örlítið meira af chili mæjó allt eftir smekk.

SHARE