Lét fjarlægja „six packið“ og setja í rassinn

Já þú last rétt! Hinn mennski Ken, Rodrigo Alves, fór í erfiða aðgerð á dögunum. Það væri ekki í frásögur færandi, nema af því að hann var að láta taka gervi þvottabrettið af maganum og lét bæta fyllingum í þjóhnappa sína.  Semsagt, hann lét færa fyllingarefnið úr magasvæðinu og sprauta því þess í stað í rasskinnar sínar.

ÞAÐ SEM KEMUR HÉR FYRIR NEÐAN ER EKKI FYRIR VIÐKVÆMA

Hægt var að sjá aðgerðina í þýskri heimildarmynd. Rodrigo sagði frá því í MailOnline að hann hefði verið með „þvottabrettið“ í 8 ár og hann væri komin með nóg af því.

Sjá einnig: Mennski Ken á stefnumóti

Hann sagði: „Eins mikið og fólki fannst þetta geðveikt flott, fannst mér þetta ekki gefa réttu skilaboð því ég vann ekki fyrir þessum magavöðvum heldur keypti ég þá. Þeir pössuðu heldur ekki við restina af líkama mínum og fór að líta kjánalega út.“

Rodrigo fór í aðgerð í Istanbúl og tók aðgerðin 5 klukkustundir. Það var framkvæmt fitusog og teknir nokkrir lítrar af fitu af maga og baki hans. Fitunni var svo sprautað í rasskinnar hans til að fá fyllingu.


„Ég sé allar lýtaaðgerðir mínar eins og persónulega þróun. Mig langaði aldrei að líta út eins og Ken. Mig langaði bara að vera einstakur og sýna heiminum að allt er mögulegt í lífinu,“ sagði Rodrigo. Hann bætir við að fólk þarf ekki að lifa alla ævi óánægt með útlit sitt. Það er hægt að breyta því. Það er ósk Rodrigo að hann komist í heimsmetabók Guinnes fyrir að hafa farið í flestar lýtaaðgerðir.

SHARE