Líf styrktarfélag stendur fyrir Globeathoni 2013 á Íslandi

hlaup2

Ísland er eitt af 80 löndum sem ætlar að ganga/hlaupa til að vekja athygli á krabbameini í kvenlíffærum.

Alþjóðlega hlaupið Globeathon fer fram sunnudaginn 29. september 2013 kl. 13.00. Hlaupið er ræst fyrir framan Kvennadeild Landspítalans. Boðið er upp á 2 vegalengdir 5 km og 10 km.

Það verður byrjað k.l 13:00 á lóð Landspítalans, hægt verður að velja 2 vegalengdir 5 km og 10 km.
Boðið verður upp á tímatöku hjá þeim sem vilja.

Tímasetning
Sunnudagur 29. september 2013 kl. 13.00

Vegalengdir
5 km ganga eða hlaup og 10 km hlaup, allt með tímatöku.

Staðsetning
Hlaupið er ræst fyrir framan Kvennadeild Landspítalans. Hlaupið er yfir gömlu Hringbraut og á gangstéttum og stígum sem leið liggur meðfram Öskjuhlíð, fram hjá HR og svo inn í Fossvog þar sem er snúið við og hlaupið til baka sömu leið.

map

Skráning
Skráning fer fram á hlaup.is. Afhending gagna fer fram í anddyri LSH við Hringbraut frá kl. 11 og fram að hlaupi þann 29. sept og á föstudeginum 27. sept milli klukkan 15 og 17.

Þátttökugjald
2.000 kr. fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir börn 15 ára og yngri.

Verðlaun
Verðlaun eru veitt fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í báðum vegalengdum. Einnig verða útdráttaverðlaun.

Við hvetjum alla til að fara inn á facebook síðu Globeathoni Island og prenta út lógó keppninnar og pósta svo myndinni á síðunni, reynt verður að koma öllum myndum inn á alþjóðlega vef Globeathoni 2013

Skipuleggjendur er LÍF styrktarfélag kvennadeildarinnar, frekari upplýsingar er að fá: Þórunn Hilda, totla@gefdulif.is s: 696-4600 og Halla Björg Lárusdóttir s: 615-269

 

SHARE