Líkamsrækt eða ganga stigann?

Þeir sem hafa verið að æfa kannast flestir við hvað manni getur liðið vel þegar maður hefur verið að æfa og fundið fyrir mikilli orku en nýlegar rannsóknir sýna þó að alhliða hreyfing allan daginn skiptir meiru fyrir líkamann. Margir sitja löngum stundum í sófanum eða við skrifborðið og hreyfa sig mjög lítið. Mælt er með að fullorðið fólk taki a.m.k. 10.000 skref daglega.

 

Sérfræðingarnir mæla með  að fólk hreyfi sig eða geri einfaldar æfingar öðru hverju allan daginn. Þeir telja það heilnæmari líkamsæfingu en að hamast í æfingasalnum. Hlauptu eða gakktu upp stigann  nokkrum sinnum til viðbótar við það sem þú nauðsynlega þarft ! Hvaðeina sem þú gerir til að hreyfa þig getur skipt sköpum um heilsufar þitt.

 

Þú gætir fengið þér skrefamæli til að fylgjast með hvað þú hreyfir þig mikið. Yfirleitt hefur fólk sem fór að mæla hreyfinguna orðið duglegra að hreyfa sig. Alltaf má bæta sig ef maður hefur hugann við það.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here